Nágranna sáttamiðlun
15662
page-template-default,page,page-id-15662,page-child,parent-pageid-15644,bridge-core-2.1.3,ajax_fade,page_not_loaded,qode-page-loading-effect-enabled,, vertical_menu_transparency vertical_menu_transparency_on,qode-theme-ver-20.0,qode-theme-bridge,disabled_footer_top,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default
 
Nágranna sáttamiðlun

Ósætti milli nágranna getur stundum farið úr böndunum. Því lengur sem ósættið stendur yfir því alvarlegri verður deilan yfirleitt. Með sáttamiðlun eru sköpuð skilyrði til að nágrannar geti hist og þannig leitt ágreininginn til lykta. Starf sáttamanns felst í að halda fundi með hverjum aðila fyrir sig og síðar, ef fólk vill, halda sameiginlegan fund þar sem málin eru rædd af sanngirni og af yfirvegun. Á sameiginlegum sáttafundi er það hlutverk sáttamanns að hafa stjórn á fundinum, hvetja fólk til að tala óhindrað en af virðingu, hjálpa þeim að útskýra sín sjónarmið og finna hvar sameiginlegir hagsmunir liggja. Sáttamaður hjálpar aðilum að finna lausn sem er sanngjörn fyrir þá. Ef aðilar vilja ekki hittast þá getur sáttamiðlari verið milligöngumaður um sátt sem allir geta sætt sig við.

 

Nokkur þeirra mála sem fengist er við í nágranna sáttamiðlun:

  • Deilur vegna hávaða
  • Hunda og katta eða önnur dýra vandamál
  • Bílastæða ágreiningur.
  • Andfélagsleg hegðun.
  • Áreitni, hótanir, ógnun.
  • Lóða deilur.
  • Lög og reglur húsfélaga t.d. varðandi bókhald og fundi.

 

Kostir nágranna sáttamiðlunar:
Ef málsaðilar ná sátt um ákveðna niðurstöðu, eins og gerist í nær 80% tilfella þegar sáttamiðlun er beitt, þá hefur reynslan sýnt að aðilar efni líka oftast sáttasamninginn enda hafa þeir komið að því að semja hann. Þessum kosti er ekki alltaf til að dreifa þegar niðurstaðan er úrskurður utanaðkomandi aðila, svo sem dómsstóla eða gerðardóms. Einn helsti kostur sáttamiðlunar er sá að oftast er ekki nauðsynlegt leita lögfræðiaðstoðar, sem getur verið bæði dýrt og leitt til frekari óánægju milli fólks ef málið fer fyrir dóm. Óánægja, reiði og gremja geta nefnilega lifað þó dómur falli en gufar nánast undantekningarlaust upp ef sátt næst; ,,betri er mögur sátt en digur dómur”. Þótt sátt milli aðila leiði ekki endilega til þess að nágrannar verði vinir þá leiðir sáttamiðlun jafnan til þess að samskiptin verða viðunnandi og friðsamleg. Að nágrannar geti lifa í sátt og samlyndi er markmið sáttamiðlunar.

 

Reynslusaga

Við hjónin búum í litlu fjölbýlishúsi nálægt miðborg Reykjavíkur. Fyrir nokkru komu upp alvarlegar nágrannaerjur í húsinu.

Rót vandans var að einn íbúi í húsinu var mjög viðkvæmur gagnvart eðlilegum hávaða og hljóðum sem fylgdu daglegum athöfnum annarra íbúa, og bar þar að auki takmarkaða virðingu fyrir mismunandi lífsvenjum og viðhorfi annarra íbúa. Þetta lýsti sér í stöðugum umkvörtunum undan ólíklegustu hlutum og gekk jafnvel svo langt að nokkrum sinnum var hringt á lögreglu á slaginu 12 á miðnætti ef einhverjir íbúar voru með gesti, jafnvel þó samkoman væri á mjög lágt stemmdum nótum.

Þetta olli náttúrulega sívaxandi gremju meðal annarra íbúa hússins og svo fór að ástandið stigmagnaðist með ýmsum uppákomum í sameign hússins sem voru orðnar nánast daglegt brauð á tímabili. Inn í þetta blandaðist svo vanskil á bókhaldi húsfélagsins og skortur á upplýsingum um fjármál húsfélagsins sem einnig sneru að sama aðila. Þetta olli því að íbúar í húsinu upplifðu sig sem mjög ráðvillta og fasta í vítahring sem enginn sá frammá hvernig ætti að losa sig úr. Ástandið náði síðan hámarki þegar lögregla var kölluð til vegna handalögmála í stigaganginum. Í framhaldi að aðkomu lögreglu komumst við í kynni við Hafstein sáttamiðlara.

Aðkoma óháðs þriðja aðila að þessu erfiða máli reyndist mikið happaskref. Allir íbúar í húsinu voru orðnir fastir í gremju og taugaveiklun og orðnir mjög ráðvilltir og í því ástandi hugsa fáir skýrt. Hafsteini tókst að greina vandann og koma með hugmyndir að lausn sem allir gátu sætt sig við og svo fór að lokum að lausn fékkst í málið sem fólst m.a. í því að bókhaldsgögnum var skilað og menn fengu tækifæri til að ræða saman um það hvað það var sem pirraði fólk. Eftir að tókst að höggva á hnútinn fengu menn tækifæri til að byggja aftur upp eðlileg samskipti sín á milli og lífvænlegt varð aftur í húsinu. Við fáum seint fullþakkað Hafsteini fyrir hans aðkomu að málinu og aðstoðina við að komast út úr þessum erfiðu aðstæðum.