Um
15696
page-template-default,page,page-id-15696,page-child,parent-pageid-15712,bridge-core-2.1.3,ajax_fade,page_not_loaded,qode-page-loading-effect-enabled,, vertical_menu_transparency vertical_menu_transparency_on,qode-theme-ver-20.0,qode-theme-bridge,disabled_footer_top,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default
 
Sáttamiðlun og sálfræðiráðgjöf

Markmið starfseminnar er að bjóða upp á sáttafundi í ágreiningsmálum einstaklinga eða fyrirtækja og veita sálfræðiráðgjöf við lausn á vandamálum fólks almennt.

 

Í þjónustunni fellst:

Sálfræðiráðgjöf vegna tilfinningavanda og vanlíðan einstaklinga. Sáttamiðlun vegna samskiptavandamála, erja og ágreinings.

 

Í sáttamiðlun er leitast er við að leysa vandamál hjá eða ágreining á milli, til dæmis:

  • Barns og foreldris
  • Hjóna eða para
  • Starfsmanna fyrirtækja og stofnana
  • Viðskiptaaðila
  • Nágranna
  • Foreldra í forræðisdeilum (umgengnismál)
  • Vandamál innan skólastofnanna svo sem einelti.

 

Hvað er sáttamiðlun?

Sáttamiðlun (mediation) er lausnamiðuð ráðgjöf sem stuðst er við þegar fólk lendir í átökum, ágreiningi eða deilum. Markmiðið er að finna varanlegar lausnir á samskiptaörðugleikum fólks á markvissan og sanngjarnan hátt. Kostir sáttamiðlunar eru meðal annars þeir að kostnaður er jafnan mikið minni en ef fólk fer hefðbundnar leiðir og mál eru leyst á mjög stuttum tíma.

Í sáttamiðlun er vandinn skoðaður með hverjum málsaðila fyrir sig og svo haldinn, ef fólk vill, sameiginlegur sáttafundur þar sem vandinn er ræddur undir stjórn hlutlauss sáttamiðlara. Hlutverk sáttamanns er að draga fram þekkingu og sköpunargáfu fólks við lausn vandans og hvetja til gagnkvæms skilnings og samvinnu.

Allt sem fer fram í sáttamiðlun er trúnaðarmál og allir taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. Í sáttamiðlun gefst tækifæri til að lýsa sinni hlið málsins við öruggar aðstæður. Fólki gefst kostur á að greiða úr misskilningi, greina ólíka hagsmuni, koma fram með gagnkvæmar lausnir og vinna í sínum vanda almennt. Það er grundvallaratriði í sáttamiðlun að fólk hlusti á hvert annað og sýni hvert öðru virðingu.