Fjölskyldu sáttamiðlun
15653
page-template-default,page,page-id-15653,page-child,parent-pageid-15644,bridge-core-2.1.3,ajax_fade,page_not_loaded,qode-page-loading-effect-enabled,, vertical_menu_transparency vertical_menu_transparency_on,qode-theme-ver-20.0,qode-theme-bridge,disabled_footer_top,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default
 
Fjölskyldu sáttamiðlun

Foreldrar og börn eiga oft í ýmiss konar ágreiningi. Sáttamiðlun er góður valkostur við að koma á jákvæðum samskiptum og átta sig á hvað valdi ágreininginum. Þegar það er orðið ljóst þá er hægt að finna leiðir til að koma í veg fyrir þá hegðun og þau samskiptamynstur sem viðhalda vandanum. Sáttamiðlari gætir þess að bæði börn og foreldrar fái tíma til að útskýra hvað sé mikilvægt fyrir þeim og skoðar málið með báðum aðilum án þess að ásaka eða kenna einhverjum um. Jafnframt hjálpar sáttamiðlari foreldrum og börnum að hlusta á undirliggjandi þarfir og þrár hvors annars og aðstoðar fjölskylduna við að finna lausn á vandanum sem er sanngjörn og réttlát.