Sáttamiðlun almennt
15668
page-template-default,page,page-id-15668,page-child,parent-pageid-15712,bridge-core-2.1.3,ajax_fade,page_not_loaded,qode-page-loading-effect-enabled,, vertical_menu_transparency vertical_menu_transparency_on,qode-theme-ver-20.0,qode-theme-bridge,disabled_footer_top,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default
 
Sáttamiðlun almennt

Í sáttamiðlun er leitast við að hálpa fólki að skilgreina og leysa sín vandamál, annað hvort saman eða í einkaviðtölum. Um er að ræða bæði lausnamiðaða ráðgjöf og sálfræðiráðgjöf, allt eftir eðli vandans. Í grunninn er sáttamiðlun aðferð til að taka á umkvörtunum manna í milli. Hún skal ávalt vera trúnaðarbundin og valkvæð. Í sáttamiðlun er málum miðlað milli deiluaðila með skjótvirkum og vel skipulögðum aðferðum. Þar er greitt úr misskilningi og skoðað hvar sameiginlegir hagsmunir liggja. Virðing í samskiptum er höfð að leiðarljósi og fólk hvatt til að hlusti á hvort annað. Ef fólk vill þá er haldinn sáttafundur þar sem fundnar eru sameiginlegar lausnir og gerður skriflegur sáttasamningur sem öllum málsaðilum þarf að finnst vera sanngjarn og réttlátur.

Sáttamiðlari eða sáttamaður stýrir sáttafundi. Sáttamaður er bundinn trúnaði, skal vera hlutlaus og stendur vörð um uppbyggilega umræðu. Sáttamiðlari hjálpar aðilum að finna uppbyggjandi lausnir á vandanum og gætir jafnræðis milli þeirra.

 

Nokkrar grunnreglur í sáttamiðlun

-Segja sannleikann

-Engin blótsyrði, ekki uppnefna

-Ekki grípa fram í

-Hlusta vel á það sem hinn aðilinn er að segja

-Halda trúnað

-Taka hlé og ræða mál í einrúmi

-Leyfa sáttamanninum að aðstoða og halda utan um sáttaferlið

 

SKAPANDI ÁTÖK — TÍU ÁBENDINGAR

-Sýndu hugmyndum og þörfum annarra virðingu

-Hugsum vandamál sem nýja möguleika og tækifæri

-Hlustum svo fólk tali og tölum á þann hátt að fólk hlusti

-Einblínum á vandamálið, ekki persónuna

-Stjórnum með fólki, ekki reyna að hafa stjórn á fólki

-Látum í ljós okkar tilfinningar án þess að álása öðrum

-Eignaðu þér hluta af vandanum, þegar tveir deila þá…..

-Legðu þannig á ráðin að hægt sé að ná gagnkvæmum samþykktum

-Skapaðu nýja valkosti, einhver tapar ef aðeins er um einn valkost er að ræða

-Leystu vandamálið og byggðu upp samband þitt við aðra um leið