Í vinnustaða sáttamiðlun er skipulögðum aðferðum beitt við að leysa ágreining og/eða alvarlegar deilur milli fólks sem starfar saman. Sáttamaður stjórnar sáttaferlinu, hann er bundinn trúnaði og þagnareyð um það sem fram fer á sáttafundinum, er hlutlaus gagnvart deiluaðilum og á að gæta þess að jafnræði ríkir á milli fólks. Aðstoð sáttamanns gengur út á að skapa þannig skilyrði að fólk geti rætt saman af sanngirni og í framhaldi fundið sameiginlega lausn á vandanum sem allir aðilar máls eru sáttir við. Sáttamiðlun gefur fólki tækifæri til að segja sína skoðun á því sem hefur gerst, deila sínum áhyggjum og að uppgötva nýjar og farsælli leiðir í samskiptum og samvinnu. Sáttamaður ræðir oftast við alla aðila áður en þeir hittast saman á sáttafundi nema farið sé fram á annað. Sáttamiðlun er og verður alltaf valkvæð, þ.e.a.s. það má aldrei leggja hart að fólki að taka þátt í sáttamiðlun og það má ekki að hafa neikvæðar afleiðingar fyrir fólk vilji það ekki taka þátt. Aðilar ágreinings geta jafnframt hætt þátttöku sinni hvenær sem er ef þeir telja ekki vera grundvöll fyrir frekari samvinnu á sáttafundum.