Skóla sáttamiðlun
15659
page-template-default,page,page-id-15659,page-child,parent-pageid-15644,bridge-core-2.1.3,ajax_fade,page_not_loaded,qode-page-loading-effect-enabled,, vertical_menu_transparency vertical_menu_transparency_on,qode-theme-ver-20.0,qode-theme-bridge,disabled_footer_top,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default
 
Skóla sáttamiðlun

Ef einhver veldur öðrum skaða innan skólans, t.d. þegar líkamsárás á sér stað, verið er að hrekkja einhvern, einhver stelur, veldur skemmdum, áreitni eða einelti fyrirfinnst, þá verða margir fyrir barðinu af þeim neikvæðu afleiðingum sem af verknaðinum hljótast. Áhrifin geta verið mis alvarleg en þolandi, gerandi, aðstandendur, starfsfólk skólans, vinir og samnemendur eru oft illa særðir, reiðir, hræddir eða fullir iðruna en á sama tíma of vanmáttugir til þess að geta brugðist einir við þeim skaða sem hefur átt sér stað. Í sáttamiðlun koma þeir, sem hafa orðið fyrir áhrifum að því sem gerðist, saman við öruggar aðstæður og fást á uppbyggjandi hátt við þann atburð sem átti sér stað. Sáttamiðlari leitast við að fá alla þátttakendur á sáttafundi til að;

  • Skoða hvernig óæskileg hegðun hefur haft áhrif á fólk.
  • Láta í ljós tilfinningar sínar og áhyggjur.
  • Virkja alla í að finna uppbyggjandi lausn og útbúa sanngjarnan og réttlátan sáttasamning sem skilgreinir nákvæmlega hvernig bæta má fyrir skaðann.