Viðskipta sáttamiðlun
15665
page-template-default,page,page-id-15665,page-child,parent-pageid-15644,bridge-core-2.1.3,ajax_fade,page_not_loaded,qode-page-loading-effect-enabled,, vertical_menu_transparency vertical_menu_transparency_on,qode-theme-ver-20.0,qode-theme-bridge,disabled_footer_top,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.1,vc_responsive,elementor-default
 
Viðskipta sáttamiðlun

Viðskipta sáttamiðlun er úrræði sem hefur verið mikið notað erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og jafnframt í Noregi og Danmörku. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en um tveir þriðju mála leysast í sáttamiðlun. Mikill áhugi hefur myndast á viðskipta sáttamiðlun hér á landi enda hentar sáttaferlið viðskiptalífinu á Íslandi ekkert síður en víða erlendis. Sátt, en ekki dómur, milli málsaðila gerir þeim kleift að halda viðskiptunum áfram og er líklegri til að koma í veg fyrir að óánægja, reiði og illindi verði viðvarandi. Mannlegi þátturinn í viðskiptum er gríðarlega mikilvægur en vanmat á honum getur skemmt fyrir viðskiptahagsmunum beggja aðila þegar fram í sækir. Sáttamiðlun fer þannig fram að aðilar taka sjálfviljugir þátt með það að markmiði að ná samkomulagi sem þeir báðir móta og eru sáttir við. Hvor aðili getur hætt þátttöku sinni hvenær sem er ef þeir telja ekki grundvöll fyrir því að halda henni áfram.  Hugmyndafræðin gengur meðal annars út á að þeir sem stofni til ágreining séu jafnframt best til þess fallnir að leysa ágreininginn. Sáttamiðlari skapar góð skilyrði til lausnar deilunni og aðstoðar málsaðila á hlutlausan hátt við að finna sanngjarna lausn á vandanum. Í ljós hefur komið að sáttamiðlun er skilvirkari, býður upp á meiri trúnað, leiðir til niðurstöðu á skemmri tíma ásamt því að kostnaður deiluaðila er lægri en þegar farið er með mál fyrir dóm.